Við hönnum
draumaeldhúsið

eftir þínu höfði

Við hönnum eldhúsinnréttingar sérsniðnar fyrir þitt rými og eftir þínu höfði. Þú kemur með teikningu að rýminu sem um ræðir til okkar á Suðurlandsbraut 26 og starfsfólk okkar leiðir þig í gegnum möguleikana. Þú færð síðan þrívíðar teikningar þér að kostnaðarlausu til að sjá hvernig rýmið kemur til með að líta út. Allar innréttingar eru síðan sérsmíðaðar fyrir þig og koma samsettar tilbúnar í uppsetningu.

INNRÉTTINGAR

Eldhúsinnréttingar INNlifunar eru frá þýska fyrirtækinu IMPULS sem þekkt er fyrir gæði, fjölbreytileika og vönduð vinnubrögð.  IMPULS innréttingar eru með þeim fremstu í Þýskalandi og vörumerkið státar af fjölmörgum verðlaunum fyrir hönnun og nýjungar.  IMPULS innréttingarnar eru vandaðar en á afar hagstæðu verði og keppa við það hagkvæmasta sem í boði er á íslenskum markaði.

ImpulsKuechen-logo

INNLIFUN

Innlifun er innréttingaverslun í eigu Guðrúnar Benediktsdóttur innanhússarkitekt FHI. Verslunin býður upp á þýskar hágæða eldhúsinnréttingar frá IMPULS. Guðrún hefur selt innréttingar í yfir 30 ár og er því með mikla reynslu í innréttingahönnun.

Okkar markmið er að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á til að hjálpa þér að láta draumaeldhúsið verða að veruleika. Við bjóðum upp á vandaða hönnunar- og teikniþjónustu fyrir kaupendur og leggjum áherslu á að fylgja verkefnum eftir þar til búið er að klára uppsetninguna. Hjá okkur starfa einungis menntaðir innanhússarkitektar og arkitektar.

Guðrún Benediktsdóttir