Um okkur

Við hjálpum þér að eignast draumaeldhúsið

Innlifun er innréttingaverslun í eigu Guðrúnar Benediktsdóttur innanhússarkitekt FHI. Verslunin býður upp á þýskar hágæða eldhúsinnréttingar frá IMPULS. Guðrún hefur selt innréttingar í yfir 30 ár og er því með mikla reynslu í innréttingahönnun.

Okkar markmið er að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á til að hjálpa þér að láta draumaeldhúsið verða að veruleika. Við bjóðum upp á vandaða hönnunar- og teikniþjónustu fyrir kaupendur og leggjum áherslu á að fylgja verkefnum eftir þar til búið er að klára uppsetninguna.   Hjá okkur starfa menntaðir innanhússarkitektar og arkitektar.

Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkítekt FHI