Ferli

Skref í átt að draumaeldhúsinu

Mikil áhersla er lögð á að hanna eldhúsið sérstaklega fyrir hvern viðskiptavin og farið er vandlega yfir óskir og þarfir hvers og eins.  Við lítum á góða og fagmannlega þjónustu sem lykilatriði enda skiptir það okkur mestu að allir verði ánægðir með eldhúsið sitt áratugum eftir að það er sett upp.

Við sérteiknum hvert eldhús í smáatriðum og skilum teikningum í þrívídd til að sýna hvernig það getur litið nákvæmlega út áður en ákvörðun er tekin um endanlega útfærslu.

INNlifun hefur milligöngu um að útvega reynda og vandaða fagmenn til uppsetninga á innréttingum.  Þeir fagmenn sem Innlifun mælir með og treystir  hafa unnið lengi með uppsetningar á IMPULS og þekkja hvernig best er að standa að verki og skila vönduðu verki.  Innréttingarnar eru fluttar á staðinn af vönum flutningabílstjórum sem hafa mikla reynslu af því að flytja eldhúseiningarnar á verkstað og það tryggir góða meðhöndlun.