Innréttingar

Eldhúsinnréttingar INNlifunar eru frá þýska fyrirtækinu IMPULS sem er þekkt fyrir gæði, fjölbreytileika og vönduð vinnubrögð. IMPULS innréttingar eru með þeim fremstu í Þýskalandi og vörumerkið státar af fjölmörgum verðlaunum fyrir hönnun og nýungar. IMPULS innréttingarnar eru vandaðar en á afar hagstæðu verði og keppa við það hagkvæmasta sem í boði er á íslenskum markaði.

Mikilvægt er að hafa í huga að allar innréttingar koma að fullu samsettar og það sparar mikinn tíma og kostnað við uppsetningu. Sem dæmi má nefna að eining með skúffum kemur samsett með ísettum brautum, skúffum í og framhliðum á og búið er að bora fyrir höldum.

Við erum staðsett í sama húsi og Heimilistæki við Suðurlandsbraut 26

HAFÐU SAMBAND

Við svörum öllum fyrirspurnum